Foreldraviðtöl og skipulagsdagur

Þriðjudaginn 8. október eru foreldraviðtöl hér í Selásskóla. Þá koma nemendur með foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara. Miðvikudaginn 9. október er skipulagsdagur starfsfólks skólans og nemendur í fríi. Opið er í Víðiseli báða dagana fyrir þá nemendur sem hafa skráð sig. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 10 okt.