Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveðið að breyta nafni hlaupsins og heitir það nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Í blíðunni í dag fóru því nemendur í Selásskóla og hlupu „Stífluhring“, einn eða tvo eftir aldri nemenda.Nemendur stóðu sig vel og voru ánægðir þegar komið var í mark.