Gönguferð á Hengilinn

Miðvikudaginn 5. september síðastliðinn fór 7. bekkur í Selásskóla og Grandaskóla í gönguferð á Hengilinn.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Við fengum frábært veður alla leið, sól og blíðu þótt svo aðeins hafi blásið á okkur þegar á toppinn var komið. Það var alveg magnað að horfa á klettadrangana og útsýnið á toppnum var hreint út sagt stórfenglegt, við sáum t.d. Vestmannaeyjar og Akranes.
Nemendur stóðu sig vel þennan dag og skemmtu sér hið besta. Það felst heilmikið hópefli í heilum degi á fjöllum og mátti sjá ný vinasambönd verða til og eldri styrkjast.
Ferðin gekk frábærlega og krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel.
Hæsti tindur var 713 m og gengnir voru u.þ.b. 13 km á sex og hálfum klukkutíma.
Kveðja Áslaug og Sólrún