Skip to content

Leikjadagur

Hinn árlegi leikjadagur Selásskóla var haldinn í blíðskaparveðri þann 5. júní.
Farið var í víðavangshlaup við Rauðavatn og árgangar hlupu mislanga leið eftir aldri. Þegar heim var komið fengu nemendur sér nesti og laust fyrir hádegi voru settar upp 6 leikjastöðvar, mismunandi eftir bekkjum.
Í hádeginu kom Caitlin Wilson frá Landvernd og afhenti skólanum Grænfánann í sjötta sinn. Skólstjóri tók við viðurkenningarskjali og Umhverfis- og nemendaráð tók við nýjum Grænfána ásamt Geir Þorsteinssyni og Björgu Jónsdóttur.
Loks voru grillaðar pylsur handa öllum við góðar undirtektir.
Nemendur héldu svo heim eða í Víðisel ánægðir með vel heppnaðan dag.

Mikið fjör á leikjadaginn