• Forsíða

Stoltir foreldrar

Í gær, fimmtudaginn 16. nóvember voru afhent íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík. Verðlaunin voru nú veitt í ellefta sinn í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur árlega, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þau til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996.
Grunnskólum í Reykjavík gafst kostur á að tilnefna nemendur úr sínum skólum og í þetta sinn var Helga Hrund Ólafsdóttir tilnefnd af Selásskóla, „fyrir leikni í íslensku, bæði í bundnu og óbundnu. Henni tekst að glæða frásögn sína lífi sem hrífur aðra. Helga hefur mjög góða málvitund sem birtist ekki síst í góðum lesskilningi og tilfinningu fyrir móðurmálinu. Þá eykur hún lestraráhuga bekkjarfélaga sinna með því að vera góð fyrirmynd í gleði sinni og jákvæðni.“
Svo skemmtilega vildi til að systir Helgu, Katrín María Ólafsdóttir, fyrrverandi nemandi í Selásskóla var tilnefnd til sömu verðlauna af Árbæjarskóla.
Við óskum þeim systrum og foreldrum þeirra til hamingju með árangurinn.

Fleiri tilnefningar.
Svo skemmtilega vildi til að Wiktoria Chilimoniuk, dóttir Önnu Chilimoniuk, stuðningsfulltrúa við Selásskóla var tilnefnd af Sæmundarskóla. Þeim er jafnframt óskað hjartanlega til hamingju.

Stoltir foreldrar

Gufunesbær

5-bekkur fór í Vísindasmiðju í Gufunesbæ á mánudag. Áður en lagt var af stað fengu nemendur fræðslu í skólanum t.d. um áttir, hæðarlinur, liti á landi og sjó, vegi og byggð svæði, eyjar, fjöll og vötn. nemendur unnu síðan í hópum að ýmsum útiverkefnum. Í lokin var þeim boðið upp á heitt kakó og síðan fengu þau að leika sér frjálst í leiktækjum á svæðinu þar til haldið var til baka í skólann aftur.

 

Vinadagar

Vinadagar voru í Selásskóla 6. 7. og 8. nóvember. Nemendur unnu ýmis verkefni með vinabekkkjum sínum sem tengjast vináttu s.s. vinabönd, vinahlekki með fallegum orðum um vináttu, lestur og fleira. Endað var á því að Vinabandið spilaði fyrir okkur vinalög og allir sungu með.

Nordplus gestir

Eins og áður hefur verið kynnt er Selásskóli í Nordplus samstarfsverkefni með skólum í Finnlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. Yfirskrift verkefnisins er "Healty life is fun." Þessa viku eru 20 kennarar frá þessum skólum í heimsókn hjá okkur í Selásskóla. Meðal þess sem hópurinn gerir er að fara í kennslustundir, kynna land og þjóð fyrir nemendum, fara í útikennslu og heimsækja leikskóla. Einnig fær hópurinn kynningu á skólanum og menntakerfi landsins.

Fleiri greinar...