• Forsíða

Árbæjarsafn

Börnin í 1.bekk fóru um daginn á Árbæjarsafn á sýninguna Að þreyja þorrann. Þar var m.a. rætt um vetrarkulda og myrkur fyrir tíma rafmagns og nútímaþæginda. Þótti þorrinn erfiðasti vetrarmánuðurinn og þurfti fólk að passa upp á að láta matinn endast fram á vor.

Öskudagur

Öskudagur í Selásskóla tókst mjög vel. Gaman var að sjá fjölbreytileikan í búningavali þetta árið og allar mögulegar verur urðu til. Gleðin hófst á því að allir saumuðu öskupoka. Nemendur fóru síðan á sal, dönsuðu þar Ásadansinn ásamt öðrum dönsum og að lokum fóru þau í íþróttahúsið í hina ýmsu leiki.

Öskudagur

Á morgun Öskudag er skertur dagur hjá nemendum í Selásskóla. Þá mæta allir í búningum, nemendur sauma öskupoka, dansa inn á sal og fara í leiki í íþróttahúsinu. Skóladeginum lýkur kl 12. Nemendur í Víðiseli fara beint þangað eftir sinn skólatíma.

skudagur

 

Klukkutíma kóðun

Í Selásskóla kynntum við fyrir nemendum klukkutíma kóðun (forritun).  Klukkutíma kóðun/forritun "The Hour of Code" er alþjóðlegt verkefni sem tugmilljónir nemenda frá 180+ löndum taka þátt í.  Engin reynsla er nauðsynleg til að taka þátt í klukkutíma kóðun og hún hentar öllum á aldrinum 4 - 104 ára, eins og segir í kynningunni þeirra.  Code heldur úti nokkrum verkefnum sem má finna í kóðastúdíóinu þeirra á Code.org.  Markmiðið er að allir kennarar og nemendur skólans taki þátt en í ár voru það 3. 4. 5. 6. 7. bekkur.  Að sjálfsögðu fengur síðan allir viðurkenningu í lokin.

Fleiri greinar...