• Forsíða

Skólabyrjun

Við bjóðum börn í 1. bekk velkomin í Selásskóla. Hér eru myndir frá fyrstu skóladögunum.

Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsum

5 stúlkur úr 7. bekk tóku þátt í Grunnskólamóti Reykjavíkur í frjálum fyrir hönd Selásskóla. Þær stóðu sig eins og hetjur. Selásskóli átti 1. sæti í þremur greinum stúlkna, 60m hlaup, langstökk og 600m hlaup. Þær tóku í kúluvarpi 2. og 3ja sæti. Allar vour þær svo duglegar að í samanlögðum stigum stúlkna varð Selásskóli í 2. sæti en samanlögð stig yfir heildina, meðatalin stig pilta lenti Selásskóli í 3ja sæti. Selásskóli má vera stoltur af frammistöðu þessara einstaklinga.

Grunnskm. Rvk17

Sumarlestur - Góð bók er gulli betri

Í dag komu krakkarnir sem skilað höfðu sumarlestrarblaðinu á skólasafnið og fengu smá viðurkenningu fyrir dugnaðinn.
Ég veit að það eru fleiri krakkar sem voru duglegir að lesa í sumar en hafa ekki skilað lestrarblaðinu. Margir segja mér að þeir hafi ekki fengið blaðið eða týnt því. Þá er allt í lagi að skrifa lesturinn niður á laust blað og skila því á safnið.
Daglegur lestur gerir okkur betri í að takast á við hin ýmsu verkefni sem lífið bíður upp á.
Að koma sér vel fyrir í góðum stól eða góðum stað og lesa góða bók eða blað, veitir okkar gleði og er fræðandi.

Námskynningar

Samkvæmt skóladagatali hefjast námskynningar og morgunverðarfundir í næstu viku. Þá er foreldrum boðið að koma í umsjónastofu árgangsins og þar kynna umsjónakennarar skipulag náms og helstu verkefni skólaársins ásamt því að kjósa í foreldraráð. Þetta tekur um eina kennslustund. Í framhaldinu er foreldrum boðið til morgunverðarfundar með Sigfúsi á kaffistofunni og tekur fundurinn einnig um eina kennslustund. Foreldrar nemenda í 1. bekk fá námskynningu hjá umsjónakennurum en fara ekki á morgunverðarfund þar sem stutt er síðan þeir fengu kynningu á skólanum.

Mánudagur 4. sept. – 5. bekkur – nemendur mæta kl. 8:50.
Þriðjudagur 5. sept. – 2. bekkur - nemendur í gæslu í Víðiseli 8:10 – 8:50
Miðvikudagur 6. sept. – 6. bekkur - nemendur mæta kl. 8:50.
Fimmtudagur 7. sept. – 1. bekkur - nemendur í gæslu í Víðiseli 8:10 – 8:50
Föstudagur 8. sept. – 3. bekkur – nemendur í tónmennt og íþróttum.
Mánudagur 11. sept. – 4. bekkur – nemendur í myndmennt og tónmennt.
Þriðjudagur 12. sept. – 7. bekkur – nemendur mæta kl. 8:50.

Kveðja,
Margrét Rós og Sigfús

Fleiri greinar...