• Forsíða

Barnamenningarhátíð

 Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir dagana 17. – 22. apríl. Þar er áhersla lögð á margbreytileika, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna. Heiðursgestir hátíðarinnar eru nemendur í 4. bekkjum í borginni og var þeim boðið á opnunarhátíðina í Hörpu. Þar kom fram listafólk á öllum aldri með dans, söng og sirkus. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á barnamenninghatid.is

Lesa >>


Ásmundarsafn

Á dögunum fóru nemendur í  4. bekkur í heimsókn á Ásmundarsafn. Þar var tekið vel á móti okkur og fengum við góða fræðslu um Ásmund Sveinsson, líf hans og störf. Við fengum leiðsögn um safnið og skoðuðum listaverkin sem þar voru til sýnis, börnin voru áhugasöm og í lokin völdu þau sér eitt verk til að teikna og skrifa upplýsingar um. Áður en heim var haldið var farið í garðinn og útilistaverkin skoðuð og upp í sum þeirra mátti klifra, margir notfærðu sér það.  Hér eru myndir frá ferðinni.

Lesa >>


Sundmót

Tvö lið úr 5.-7. bekk tóku þátt í sundmóti grunnskólanna sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnafirði.Ferðin gekk vel og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Annað liðið komst í 9 liða undanúrslit.Liðin enduðu í 7. sæti og 22. sætiIMG 7938 Small

Lesa >>


Jafnréttisverkefni

Kolbrún Hrund frá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kom og ræddi við nemendur í 6. bekk um jafnrétti. Þessi kynning er í tengslum við eTwinningverkefnið sem nemendur vinna nú ásamt Flataskóla og skóla í Ungverjalandi. Markmiðið er að nemendur átti sig á því hvað orðið jafnrétti þýði t.d. hvað varðar búsetu, uppruna, litarhátt, fötlun, trúarbrögð, kynhveigð og eða félagslega stöðu. Kolbrún benti nemendum á ýmislegt í þjóðfélaginu sem kemur inn á þetta málefni.

Lesa >>


Plánetu verkefni

Við í 4. bekk vorum að gera plánetu verkefni. Það tókst eindæma vel og krakkarnir sýndu himingeimnum, plánetum og stjörnum mikinn áhuga. Þau lærðu um vetrarbrautina okkar, pláneturnar í okkar vetrarbraut og sólina. Hér má sjá afraksturinn af þessari vinnu. Þau bjuggu til himintungla kórónu og allir voru kóngar um stund í fjórða bekk.

Lesa >>