• Forsíða

Skólaslit 7. júní

Skólaslit verða miðvikudaginn 7. júní.
1. - 3. bekkur kl. 9:00 - 9:45
4. - 6. bekkur kl. 10:00 - 10:45
7. bekkur kl. 14:00 - 16:00

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og sjáumst kát og hress næsta haust.

heimasufrtt 2

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Þann 29. maí síðastliðinn voru nemendaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla. Hverjum grunnskóla gafst færi á að tilnefna nemanda til verðlaunanna. Í Selásskóla var Karvel Geirsson, 7. bekk tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd með eftirfarandi röksemdum: „Karvel er glaðlyndur drengur og jákvæð fyrirmynd skólafélaga sinna. Hann sýnir bæði áhuga og samviskusemi í námi og er góður félagi sem alltaf er gott að leita til.“
Karvel var illa fjarri góðu gamni þar sem hann var farinn að Reykjum með bekkjarfélögum sínum og jafnöldrum. Bríet, systir hans, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hans hönd. Meðfylgjandi er mynd af henni ásamt foreldrum þeirra systkina.

2

Gróðursetning hjá 4-bekk

Í gær fór 4-bekkur í gróðursetningarferð að Vífilsfelli. Ferðin gekk mjög vel og hafði Björn Guðbrandur orð á að þetta væri einn duglegasti hópur sem hann hefði haft í verkefninu. Þau fengu mikla fræðslu um gróðursetningu, hvert og eitt þeirra setti niður sína plöntu og mældu. Þau munu síðan fylgjast áfram með vexti plantnanna í haust. Einnig var hrossataði dreift um ógróið land til ræktunar.Krakakrnir voru mjög glöð og ánægð eftir þessa ferð.

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í heimsókn

Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts kom í heimsókn til okkar í dag og kynnti starfsemi sína fyrir nemendum í 2. og 3. bekk. Spiluðu þau nokkur lög og sagði Snorri Heimisson, stjórnandi skólahljómsveitarinnar, nemendum frá hljóðfærunum. Mikil ánægja var með heimsóknina og má þess geta að í hljómsveitinni í dag voru þrír nemendur Selásskóla. Það eru þeir Gabríel Óðinn í 4. bekk, Elvar Gíslason í 6. bekk og Guðmundur Gunnar í 6. bekk.

Fleiri greinar...